Golf í Eyjum

Spilaðu 18 holu golf í því magnaða umhverfi sem Vestmannaeyjar hafa upp á að bjóða.

imageFrábær leið fyrir einstaklinga og/eða hópa til að njóta golfíþróttarinnar í botn. Flugið er tekið til Vestmannaeyja að morgni, spilaður 18 holu golfhringur á frábærum velli og flugið tekið til baka síðdegis sama dag til Reykjavíkur.

Hægt er að taka ódýran bílaleigubíl hjá bílaleigu Akureyrar á flugvellinum í Eyjum ásamt því að veitingastaðurinn Einsi kaldi býður golfurum frábær kjör á hádegismat. Þeir sem kaupa pakkann Golf í Eyjum fá 20% afslátt hjá Bílaleigu Akureyrar og Einsa Kalda.

Nú er um að gera að ræða við félagana, starfsmannahópinn eða hvern sem er um að skella sér með til Eyja og upplifa frábæran dag í góðum félagsskap.

Innifalið í verði

  • Flug til og frá Vestmannaeyjum
  • Flutningur á golfsetti
  • 18 holu golfhringur í Vestmannaeyjum
  • 20% Afsláttur hjá Bilaleigu Akureyrar
  • 20% Afsláttur hjá Einsa kalda
  • Flugvallarskattar

Ef mikið er bókað og mikill farangur þá er ekki hægt að ábyrgjast að golfkerrur komist með.

 

Senda fyrirspurn

Verð: 22.000 kr. á mann
Lengd: 9 tímar virka daga og 7,5 um helgar
Brottför: 7:15 virka daga og 10:30 um helgar
Tímabil: Maí - september