Njóttu Vestmannaeyja

Upplifðu Vestmannaeyjar í öllu sínu veldi.

Í Vestmannaeyjum er fjölbreytt mannlíf og stórbrotin náttúran ein sú fegursta á landinu. Afþreyingarmöguleikar eru miklir og má þar nefna siglingar í nágrenni eyjunnar, skoðunarferðir með leiðsögn. Hið nýja og stórglæsilega safn, Eldheimar, er vinsælt meðal þeirra sem sækja Vestmannaeyjar heim og er saga eldgossins 1973 rakin þar í máli og myndum. Einnig er í Eyjum fjöldi verslana, veitingastaða og kaffihúsa. Engum ætti því að leiðast að heimsækja Eyjar.

Flugfélagið Ernir, Hótel Vestmannaeyjar og veitingastaðurinn Einsi Kaldi munu bjóða upp á skemmtilegar pakkaferðir í vetur fyrir einstaklinga, pör og hópa.

 

Senda fyrirspurn

Slökunardagar í Eyjum

Dekur, matur og gisting.

Þægileg gisting, ljúffengur matur og þægilegt dekur getur gert ótrúlegustu hluti. Það er tilvalið að byrja daginn snemma, fá sér endurnærandi göngutúr í einstakri náttúrunni, kíkja á kaffihús, fara í hið sívinsæla partanudd á spasvæði hótelsins og enda síðan í mat á Einsa Kalda. Þessi ferð inniheldur gistingu í eina nótt á Hótel Vestmannaeyjar ásamt aðgangi að heitum pottum, partanudd á Nuddstofunni, 20% afslátt af mat og drykk á Einsa Kalda og flug fram og til baka með sköttum og gjöldum.

Verð 34.000 kr. á mann m.v. tveggja manna herbergi.

 

Senda fyrirspurn

Flug og gisting

Fyrir einstaklinga og hópa.

Tilvalinn ferðabakki fyrir hópa og einstaklinga sem vilja sjá um sig sjálf. Þessi ferð inniheldur gistingu í eina nótt á Hótel Vestmannaeyjar ásamt aðgangi að heitum pottum, partanudd á Nuddstofunni, 20% afslátt af mat og drykk á Einsa Kalda og flug fram og til baka með sköttum og gjöldum.

Verð 27.900 kr. á mann m.v. tveggja manna herbergi.