Sjúkraflug

Ernir byggir á áratuga reynslu af sjúkraflugi og býður einstaklega vel búnar og öflugar vélar til sjúkraflugs, hvort sem er innanlands eða milli landa. Stórar hurðir eru á vélunum og því gott aðgengi fyrir sjúkrabörur. Um borð er súrefni og allur sá búnaður sem þarf til að flytja sjúka og slasaða. Útvegum lækni og/eða sjúkraflutningamann eftir þörfum. Cessna 441 er búin jafnþrýstibúnaði og getur því flogið ofar veðri, til aukinna þæginda fyrir sjúkling og farþega.

Hafir þú þörf á áríðandi leigu- eða sjúkraflugi utan venjulegs skrifstofutíma þá vinsamlega hringið í síma 562 2644 eða 562 2645 (24/7)