Helgartilboð til Húsavíkur
– flug, gisting og sjóböð

Kryddaðu hversdagsleikann og njóttu lífsins í hjarta norðursins.

Beint flug er frá Reykjavík til Húsavíkur á föstudagmorgni eða í eftirmiðdaginn og gist í tvær nætur í rúmgóðu deluxe herbergi á Fosshótel Húsavík. Innifalið er aðgangur í GeoSea sjóböðin, og á meðan hlýr sjórinn vinnur sín kraftaverk nýtur þú náttúrunnar á einstakan hátt.


Fosshótel Húsavík

Innifalið í helgartilboðinu:

  • Flug báðar leiðir frá Reykjavík til Húsavíkur með Flugfélaginu Erni.
  • Tvær nætur í deluxe herbergi á Fosshótel Húsavík ásamt morgunverðarhlaðborði.
  • Tveggja rétta kvöldverður á Fosshótel Húsavík.
  • 15% afsláttur af veitingum á bar og veitingastað.
  • Aðgangur að GeoSea sjóböðunum.

Allt þetta á aðeins 39.950 kr. á mann miðað við tvo.


GeoSea sjóböðin

Húsavík er skemmtilegur bær sem hefur oft verið kallaður hvalaskoðunarmiðstöð Íslands og er aðeins í 50 mínútna fjarlægð frá Reykjavík með flugi. Fosshótel Húsavík er vinalegt og vel útbúið hótel í hjarta Húsavíkur og í göngufæri við höfnina og aðeins nokkurra mínútna akstursfjarlægð frá GeoSea sjóböðunum þar sem þú nýtur náttúrunnar á einstakan hátt. Hitinn í iðrum jarðar sér um að sjórinn í böðunum sé hlýr og steinefnaríkt vatnið gælir við hörundið. Útsýni sjóbaðanna er yfir fjallgarðinn í vestri, Skjálfandaflóann fyrir neðan klettana og sjálfan Norður-heimskautsbauginn við sjóndeildarhring.

Hvernig bóka ég tilboðið?

Þú sendir okkur fyrirspurn í tölvupósti eða hringir í síma 562 2640. Mundu að gefa upp fullt nafn og símanúmer ef þú sendir okkur línu.

Tilboðið gildir til 30. apríl 2019.

 

Senda fyrirspurn